top of page
Flowers

Um kórinn

Kórinn telur um 100 konur á öllum aldri. Við erum allavega og allskonar og eigum það sameiginlegt að finnast gaman að syngja og vera saman. Kórinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur, en það sem hefur einkennt Léttsveitina alla tíð er metnaðarfullt lagaval, flottar útsetningar og frábær stjórnandi.

Lagavalið er fjölbreytt en þó frekar í léttari kantinum, því þannig viljum við hafa það. Við skellum okkur óhikað út í allskonar og allt mögulegt og finnst ótrúlega gaman að glíma við ólík viðfangsefni

20250929_194337_edited.jpg

Okkar glæsilega nýja stjórn sem kosin var á aðalfundi Léttsveitarinnar 29. sept 2025

Frá vinstri: Ingibjörg formaður, Aðalheiður, Ingunn, Sunna og Ólöf

Okkur langar að minna á jólatónleikana okkar sem verða í Langholtskirkju 29. nóv n.k.

Nánari auglýsing og upplýsingar um tímasetningu og miðasölu koma von bráðar svo endilega fylgist með.

Instagram Post - teaser  (Website)_edite

Í tilefni af 30 ára afmæli kórsins í ár lét Léttsveitin hanna nýtt lógó.

Það er eftir snillinginn, kórsystur okkar og grafíska hönnuðinn Völu Sigurðardóttur.

Afmælislógó.jpeg

Vertu í bandi

Lettsveit-profile (1).jpg

Við tökum nýjum konum fagnandi og bjóðum í raddprufur í upphafi haust og vorannar. Heyrðu í okkur ef þú hefur áhuga á að kynnast okkur betur.

 

Þú getur gert það með því að senda okkur línu hérna eða á netfangið lettstjorn@gmail.com

Við tökum líka gjarnan við fyrirspurnum á

fésbókarsíðu Léttsveitarinnar

 

​Léttsveitin á Facebook

Framundan

Lettsveit-profile (1).jpg

Haustönn kórsins hófst 8. september 2025

 

Við mælum með að þið kíkið á dagatalið okkar þar koma fram allar upplýsingar um æfingatíma og það sem er framundan hjá okkur.

 

 

 

bottom of page